top of page
Vantar þig glugga? Ekkert mál!
Gismotek French window - side panel

Gismótek sérhæfir sig í smíði á gluggum, jafnt venjulegum sem og í fúnkis og frönskum stíl.

Við smíðum eftir máli og notum sérvalinn smíðavið.
gluggaefni_fyrir_samsetningu.jpg

Rétt er að huga vel að efnisvali, útliti og áferð þegar lagt er í endurnýjun á gluggum. Allur smíðaviður hjá Gismóteki er sérvalinn og í lokameðhöndlun er tekið tillit til smekks húseiganda.

Er glugginn kominn í?

Að utanverðu geta gerefti, vatnsbretti, skrautlistar og "eyru" skapað mikið sjónarspil.
Við sérhæfum okkur í fallegum gereftum og bjóðum mikið úrval af þeim ásamt fleiru sem þarf til fallegs frágangs.
Áfellur og undirlistar eiga heima innandyra ásamt sólbekkjum. Og - ekki gleyma: Huga þarf vel að lömum og krækjum þegar verið er að endurnýja.

Hér má sjá íturvaxinn bogaglugga í virðulegri byggingu
gamall_gluggi01.JPG

Það var einstaklega gaman að smíða og glerja þessa fallegu ramma við Þingholtsstræti.
Hér var notað háeinangrandi K-gler við glerjunina.

Fegrunarviðurkenning Reykjavíkurborgar
Fegrunarviðurkenning borgarinnar 2016

Við erum stolt af því að vera í hópi viðtakenda fegrunarviðurkenninga Reykjavíkurborgar. Hér er mynd frá viðurkenningunni sem veitt var fyrir Tjarnargötu 36 í Reykjavík þann 18. ágúst 2016.

bottom of page